Ígrundun æfingakennslu Haustönn 2015
- rin130
- Oct 13, 2015
- 8 min read

Ég gat því miður ekki sett hérna inn kennsluáætlanir, þær glærur sem ég gerði fyrir innlagnir og raunverkefni. Þetta efni er þó allt aðengilegt á forsíðu bloggsins með því að ýta á bleiku reitina sem eru allir merktir í samræmi við innhald.
Hér á eftir mun ég fjalla um æfingakennsluna. Þau markmið sem ég setti mér fyrir hvern tíma og hvernig gekk að ná þeim :
Fyrsta æfingakennslustundin fór fram þann 28. október 2015 og kenndi ég Lögfræði 143. Viðfangsefni tímans var kennsla um fasteignakaup. Um klukkustundar langa kennslu var að ræða. Leiðsangnarkennarinn minn byrjaði á að kynna mig stuttlega fyrir nemendum og hvað færi fram. Mér fannst mjög gott að hann gerði það þó að ég hefði að sjálfsögðu hitt nemendur áður. Mér fannst bara aðallega gott að hann léti þau vita að ég myndi kenna nokkra tíma til þess að ekkert kæmi þeim á óvart og það gaf þeim líka tækifæri til að spyrja spurninga um það sem þau voru óviss um. Mér leið því nokkuð vel og hlakkaði til að kynna efnið fyrir krökkunum. Markmið mitt með æfinngakennslunni var annars vegar að ég fengi tækifæri til að spreyta mig, fara út fyrir þægindarammann og komast að því hort ég hefði áhuga á að leggja kennslu fyrir mig. Hins vegar langaði mér til að liðka fyrir námi annara. Ég trúi því að maður læri að mesti leyti upp á eigin spýtur en með því að setja efnið fram með ákveðnum hætti getur maður hjálpað nemendum við að tileinka sér það.
Í tímanum áttu þau að ná eftirfarandi hæfniviðmiðum:
Gert sér grein fyrir hvað felst í hugtakinu fasteign, hverjir mega eiga fasteignir og hver munurinn er á fasteignakaupum og neytendakaupum.
Haft skilning á hvað felst í kauptilboði, kaupsamningi og afhendingu /afsali.
Þau gögn sem ég notaði við kennsluna voru:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002
Kafli 10 í kennslubókinni Lögfræði og lífsleikni
Veraldarvefurinn eða nánar tiltekið vefur alþingis og dómstóla.
Leiðsagnarkennarinn minn ákvað í samráði við mig að þar sem hann kennir enga stjórnun sem er mitt aðalfag myndi ég kenna lögfræði. Það er mikilvægt að nemendur öðlist góðan skilning á öllu er arðar fasteignakaup og því vörðum við 4 af 5 æfingakennslustundum í þann hluta efnisins. Leiðsagnarkennarinn minn lagði mat á hve langan tíma nemendurnir þurftu til að tileinka sér efnið. Í fyrst var ég efins um að ég þyrfti svo langan tíma til að kenna efnið en eftir að hafa gert það sé ég að hann hafði fullkomlega rétt fyrir sér og það veitti ekkert af fjórum kennslustundum. Margir nemendur eiga síðar á æfinni eftir að verða fasteignaeigendur og því er mikilvægt að öðlast grunnþekkingu á réttindum og skyldum aðilla í fasteignaviðskiptum.
Kennslan gekk mjög vel þó ég segi sjálf frá. Ég hafði kynnt mér efnið afturábak og áfram og var vel undirbúin. Allar tímaáætlanir stóðust nánast alveg og ég upplifði að ég hefði nóg að gera en þó ekki þannig að ég ætti í erfiðleikum með að komast yfir áætlaða yfirferð. Nemendur voru að sjálfsögðu misáhugasamir en ég þurfti lítið að gera til að halda góðum vinnufrið. Tvisvar eða þrisvar ræskti ég mig og ef ég sá að nemendur voru að missa einbeitinguna braut ég innlögnina upp með spurningum. Tveir eða þrír nemendur voru viljugir að svara svo það gekk sæmilega vel.
Ég get ekki sagt að nemendur hafi náð hæfniviðmiðunum eftir þessa einu kennslustund en hinsvegar tel ég að góður grunnur hafi verið lagður að því þennan dag.
Leiðsagnarkennarinn minn var mjög ánægður með kennsluna þó ég telji að honum finnist ég líklega vera með heldur mikla fullkomnunaráráttu á köflum.
Önnur kennslustundin fór fram þann 29. október 2015 í Lögfræði 143. Hæfniviðmiðin snéru sem fyrr að fasteignakaupum:
Nemendur skulu að kennslustund lokinni geta:
Gert sér grein fyrir hvað felst í vanefndum kaupsamnings, göllum, upplýsingaskyldu seljenda og tímamarks mats á galla.
Haft skilning á hvað felst í almennum fyrirvörum og aðgæsluskyldu kaupanda.
Kennslugögn
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002
Kafli 10 í kennslubókinni Lögfræði og lífsleikni
Veraldarvefurinn eða nánar tiltekið vefur alþingis og dómstóla.
Meginhugsunin á bak við kennsluna var sú sama og í tímanum daginn áður en mér leið þó allt öðruvísi. Þar sem að fyrsta kennslustundin hafði gegnið svo vel mætti ég galvösk til leiks og átti ekki von á öðru en frábærum tíma. Ég fann þó fljótt að nemendur áttu erfitt með að halda athygli á efninu. Ég gerði það sem ég gat til að gera efnið áhugavert og nýta mér spurningar til að brjóta upp kennsluna. Það gekk sæmilega en yfir það heila fanst mér athygli nemenda ekki vera jafn góð og ég hefði viljað. Það er mikið af hressum strákum í þessum áfanga og í tímanum rak ég mig fljótt á það að ég þurfti að halda uppi miklum aga til að tryggja vinnufrið. Margir voru ansi háværirr en ég var sem betur fer undirbúin undir að takast á við þetta og beitti aðferð sem Fríða Proppé hafði kynnt fyrir okkur. Hún fólst í því að um leið og mér fanst kliðurinn vera orðinn yfirgegnilegur hætti ég bara að tala og horfði á þá sem voru að trugla. Þá leið yfirleitt ekki langur tími þar til að þögn komst á. Hins vegar þurfti ég að endurtaka þetta nokkuð oft í tímanum. Ég hélt þó vel þræði í efninu og náði að fara yfir það sem áætlað hafði verið í þessum tíma.
Eftir tímann ræddi ég upplifun mína á kennarastofunni við leiðsagnarkennarann sem taldi að ég hefði staðið mig mjög vel. Bæði er hópurinn þannig samsettur að maður þarf að vera mjög virkur í bekkarstjórn og svo er það einnig þannig að þennan dag áttu nemendur sérlega erfitt með að einbeita sér af því að allir voru spenntir að komast í vetrarfrí. Allt í allt gekk mér ekki jafn vel að vekja áhuga þeirra áefninu eins og ég hefði viljað en ég fékk hins vegar gott tækifæri til að spreyta mig í bekkjarstjórn sem ég tel að hafi gengið vel miðað við aðstæður.
Þriðja kennslustundin fór fram þann 2. nóvember í Lögfræði 143
Þetta var fyrsta kennslustundin eftir vetrarfrí. Ég var reynslunni ríkari og vissi því að líklega myndu nemendur ekki vera jafn duglegir og venjulega ða halda athygkinni.
Hæfniviðmiðin ákváð ég sem fyrr út frá efninu sem lá fyrir:
Gert sér grein fyrir hver úrræði kaupanda eru vegna galla og hvað felst í hverju og einu þeirra.
Haft skilning á hver úrræði seljenda vegna vanefnda kaupanda eru og hvað felst í hverju og einu úrræði.
Kennslugögn
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002
Kafli 10 í kennslubókin Lögfræði og lífsleikni
Veraldarvefurinn eða nánar tiltekið vefur alþingis og dómstóla.
Meginmarkmiðið með kennslunni var það sama og áður en í þessum tíma var þó sú skemmtilega nýbreytni að ég fékk tækifæri til að hafa umsjón með þegar að nemendur unnu raunverkefni upp úr bókinni í hluta tímans. Sú vinna gaf mér gott tækifæri til að labba um stofuna og kynnast krökkunum betur. Ég fann alveg að sumir voru feimnir við mig en aðrir nýttu sér óspart að ég var tilbúin til að aðstoða. Ég átti von á því að ég yrði feimin og ætti kanski erfitt með að svara óvæntum spurningum en það gekk allt eins og í sögu. Þessi tími kom mér því skemmtilega á óvart og ég hafði virkilega gaman af honum.
í lok tímans ræddi ég við nemendur um hvernig kennslu þeir kysu helst. Þá kom í ljós að þeir kunnu mjög vel að meta glærurnar sem ég hafpi gert fyrir tímana en þau voru ekki vön að fá svo ýtarlegar glærur. Það þótti mér gaman að heyra vegna þess að ég hafði lagt mikla vinnu í þær og hafði einlægan áhuga á að þær yrðu til þess að hjálpa a.m.k. einhverjum nemendum að tileinka sér efnið.
Eftir tímann ræddum við leiðsagnarkennarinn minn hversu eðlilegt það er að upplifa æfingakennsluna sem hálfgerðan rússibana. Bæði er maður sjálfur og nemendur í mismunandi dagsformi og það er eðlilegt að maður þurfi tækifæri til að ná ákveðnu jafnvægi. Allt í allt gegkk þetta vel og ég var sátt.
Fjórða æfingakennslustundin fór fram þann 3. nóvember og kenndi ég lögfræði sem fyrr. Þetta var síðasta kennslustundin um fasteignakaup og var um vinnutíma að ræða.
Hæfniviðmiðin voru á svipuðum nótum og áður:
Gert sér grein fyrir hvað felst í vanefndum kaupsamnings, göllum, upplýsingaskyldu seljenda og tímamarks mats á galla.
Beytt þeirri þekkingu sem þeir hafa tileinkað sér í síðustu þremur kennslustundum á raunaðstæður.
Kennslugögn
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002
Kennslubókin Lögfræði og lífsleikni
Veraldarvefurinn eða nánar tiltekið vefur alþingis og dómstóla.
Raunverkefni um galla í fasteignum samið af kennara.
Meginhugsunin var sú sama og áður en nálgunin var þó önnur. í stað þess að vera með mikið af glærum og langar innlagnir studdist ég við raunverkefni sem ég hafði sjálf gert út frá efni kaflans. Leiðsagnarkennarinn leyfði mér að hafa mjög frjálsar hendur og ég hafði gaman af því að spreyta mig á að gera svona verkefni. Hann ákvað einning að verkefnið skyldi gilda 5% af einkunninni fyrir kúrsinn sem jók aðeins á spennuna hjá mér. Ég skipti nemendum upp í tveggja manna hópa með smá aðstoð frá leiðbeinandanum og svo hófst vinnan. Flest allir voru mjög einbeittir og unnu vel. Ég gekk um og hjálpaði til og þau voru mjög dugleg að nýta sér aðstoðina.
Ég hafði gaman af því að brjóta kennsluna upp og ég tel að það sama hafi átt við um nemendur.
Eftir tímann fengum við Þórir leiðsagnarkennarinn minn okkur kaffibolla og ræddum um tímann. Hann var mjög ánægður með allt og ég líka. Hann bauð mér að fara yfir verkefnin sem mér leist líka vel á. Ég vildi þó að hann sýndi mér verklag sitt við að fara yfir verkefni sem hann gerði daginn eftir. Ég var þá búin að leysa verkefnð vandlega sjálf og hafði eigin úrlausn til hliðsjónar. Þórir leiðbeindi mér með einkunnagjöf og sýndi mér líka hvernig einkunnir eru settar inn í INNU. Allt í allt mjög lærdómsrík reynsla og stóð þetta upp úr í æfingakennslunni.
Fimmta og síðasta æfingakennslustundin fór fram þann 4. nóvember 2015 í lögfræði 143.
Í þessum tíma var komið að nýju viðfangsefni sem gladdi held ég bæði mig og nemendur. Kaflinn um fasteignakaupinn var einn sá lengsti í kennslubókinni og mjög snúinn og því held ég að allir hafi verið fegnir að takast á við léttari kafla sem auðvelt var að tengja sig við. Umfjöllunarefnið var fjármál einstaklinga, kaflinn í kennslubókinni var stuttur og rýr að efni svo við Þórir ákváðum í sameiningu að ein kennslustund ætti að duga til að fara yfir hann og reyndist það rétt.
Hæfniviðmiðin fyrir kennslustundina voru:
Gert sér grein fyrir mikilvægi þess að hafa góða yfirsýn yfir eigin fjármál.
Haft skilning á hvernig greina má eigin útgjöld.
Lagt mat á þau úrræði sem bjóðast vegna skuldavanda heimilanna.
Kennslugögn voru fjölbreyttari en fyrr þar sem að efni kaflans var ekki mjög bitastætt var ég dugleg að leyta uppi viðbótaerfni.
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002
Kafli 11 um Fjármál einstaklinga í kennslubókinni Lögfræði og lífsleikni
Veraldarvefurinn eða nánar tiltekið vefur Íbúðalánasjóð, fjármálastofnana og umboðsmanns skuldara.
reiknivélar á vefsíðunum www.fib.is og www.ils.is.
Í nútímaþjóðfélagi eykst flækjustig fjármálamarkaða stöðugt. Því er mikilvægt að hafa góða yfirsýn yfir eigin fjármál og geta greint bæði þau lán er bjóðast og þau úrræði sem standa skuldurum til boða vegna skuldavanda.
skuldavanda.
Það sýndi sig strax að nemendur voru mun áhugasamari um þetta efni og í fyrsta sinn í æfingakennslunni náði ég sæmilegum samræðum um efnið upp í tímanum. Nemendur höfðu gaman að því að prófa reiknivélarnar og gott samtal myndaðist.
Í heildina litið hafði ég gaman að æfingakennslunni og ég tel að hún hafi gengið vel. Með því að undirbúa mig vel og vera yfirveguð tel ég að ég ætti að geta tekist á við flesta kennslu og hlakka til að takast á við verkefnin á nýrri önn.
Comments