Leiðarbók úr heimaskóla veturinn 2015-2016
- Rín Samía Raiss
- May 1, 2016
- 5 min read
Hér á eftir verður fjallað um heimsóknir, áhorfstíma, aðstoðarkennslu og annað er viðkemur vettvangsnáminu. Þessir þættir eru teknir fyrir hér á eftir bæði á haust önn og vorönn.

Fyrsta heimsóknin í Menntaskólann í Kópavogi (hér eftir MK) átti sér stað í sömu viku og ég fékk að vita að Þórir Bergsson yrði leiðsagnarkennarinn minn. Við komum okkur saman um að hittast í skólanum og þar ræddum við saman í tæpa klukkustund um verkefnin framundan og hvers væri að vænta. Þessi fyrsti fundur gekk vel og mér leið strax ágætlega í MK. Þórir sýndi mér stuttlega aðstöðuna sem kennararnir hafa og það var gott að komast strax aðeins inn í hlutina og byrja að venjast umhverfinu.
Áhorfstímar voru: Mjög gefandi. Ég fylgdist með nokkuð mörgum tímum hjá Þóri á haustönn í mismunandi greinum en hann hvatti mig einnig til þess að fylgjast með öðrum kennurum sem ég og gerði. Þórir kennir ýmis fög svo sem fjármál, rekstrarhagfræði, lögfræði og íþróttafræðikúrs. Mikil áhersla er lögð á að nota tölvur við kennslu í MK og því fór mikill hluti kennslunnar fram í gegn um tölvur. Það kom mér á óvart hve lítið var um innlagnir og mest allt námið virtist fara fram þannig að nemendur áttu að vinna í tímum auk þess sem lítil áhersla eða jafnvel engin virðist vera á heimanám. Ég velti því satt að segja oft fyrir mér hvenær nemendur lærðu eiginlega vegna þess að mér fannst margir þeirra ekkert of einbeittir í tímum.
Það var mjög góð ákvörðun að fylgjast einnig með annari kennslu en hjá leiðsagnarkennaranum því að þannig sá ég mun fjölbreyttari kennsluaðferðir sem nýttat eru í ólíkum grienum. Ég fylgdist meðal annars með kennslu í stærðfræði hjá Ottó sem var mjög áhugavert. Um var að ræða valkúrs sem einungis nemar á náttúrufræðibraut taka. Það var mjög mikill áhugi hjá nemendum á námsefninu og augljóst að kennarinn hafði gott vald á því aðstýra hópnum með því að virkja áhugahvöt þeirra.
Ég fylgdist einnig með tveimur tímum hjá Hjördísi sem kenndi tvo áfanga í félagsfræði. Það var gjörólík upplifun. Annars vegar var um að ræða grunnáfanga sem skyldr er fyrir nemendur að taka. Þar var töluvert ónæði af nokkrum nemendum og Hjördís þurfti að vera mjög virk í bekkjarstjórnun. Nemendur í þeim áfanga voru líka mun ófúsari til að svara spurningum kennarans og lengur að koma sér að verki.
Seinni kúrsinn var framhaldskúrs og stjórnmálafræði og þar var nemendahópurinn eldri og mun áhugasamari. Varla var um neina bekkjarstjórnun að ræða og auðvelt reyndist að ná upp góðu samtali. Af þessu þótti mér augljóst hve mikil áhrif það hefur á kennsluna hvernig hópurinn er samsettur þó vel hafi gengið að halda uppi aga í báðum tilfellum.
Á vorönn var ég aðallega í áhrofi hjá Þóri mínum le'ðsagnarkennara. Það kom til vegna þess að á önninni kenndi hann mikinn fjölda fjölbreyttra greina og mér fannst ég læra mjög mikið af því aðmæta í tíma til hans. Þá fékk ég líka tækifæri til að aðstoða hann gegnumgangandi í kennslu og nemendur voru farnir að leita nokkuð til mín. Með því aðmæta mikið fékk ég líka tækifæri til að kynnast nemendum og leiðsagnarkennaranum betur og auðveldara var að mynda samband við alla aðilla. Á önninni fór ég þó einnig í áhorfstíma til Ólafar og fékk að taka mikinn þátt í tímanum en hún kennir bæði mjög skemmtilegan áfanga í frumkvöðlafræði og svo einnig hagfræði. Í tímanum í frumkvöðlafræði eru nemendur að vinna að því að markaðaðssetja vöru sem þau framleiða sjálf. Verkefni þeirra yfir önnina er því að sjá um allt ferlið frá því að hugmynd að vöru verður til þar til varan er komin í hendur viðskiptavina. Í tímanum sem ég kom í áhorf í voru nemendur að skipa sér í mismunandi hlutverk svo sem ritari, framkvæmdastjóri, markaðsstjóri og svo framvegis. Ólöf bað mig að labba á milli hópanna í hlutverki mannauðsráðgjafa og aðstoða nemendur. Það var mjög gaman, tíminn var svo skemmtilegur og lifandi og mér var svo vel tekið af nemendum.
Seinni tíminn sem ég fór í áhorf til ólafar var allt öðruvísi en þá var hún að kenna hagfræði. Tíminn var mjög rólegur og góður. Um leið og nemendur komu inn í stofuna settust þeir rólegir niður og byrjuðu að vinna að dæmunum. Það fannst mér mjög skrítið vegna þess að ég hafði ekki kynnst svona stemmingu nema hjá einum hóp sem Þórir kennir. Ég veit ekki hvernig hún hefur náð að mynda þennan bekkjaranda en það væri svo sannarlega gaman að kenna ef nemendur hegðuðu sér alltaf svona. Hún er mjög vingjarnleg við nemendur og ég tók eftir að hún snerti t.d. axlir þeirra sem minn leiðsagnarkennari vill alls ekki gera. Hugsanlega verður þessi meiri nánd til að skapa betri samskipti og vinnuanda? Allt í allt virkilega lærdómsríkt áhorf.
Aðstoðartímar: Það sem stóð upp úr í aðstoðinni var af ég fékk tækifæri til að aðstoða Þóri tvisvar sinnum við að sitja yfir í miðsvetrarprófum. Það gekk allt saman ljómandi vel og var svo sem eins og við er að búast. Það eina sem kom mér á óvart var að nemenur leita fyrst og fremst eftir aðstoð við að lesa próf og áttu þau oft á tíðum erfitt með að skilja hvað verið var að spyrja um. Einnig veitti ég því eftirtekt að nemendur skrifuðu mjög stutt svör við spurningum jafnvel þó að um 20% ritgerðarspurningar væri að ræða.
Við leiðsagnarkennarinn minn ræddum þetta og hann sagði mér að margir nemendur eiga einfaldlega erfitt með að skrifa lengri texta vegna þess að fólk er hætt að glósa á pappír og því er skriftarfærni á miklu undanhaldi. Þetta þykir mér mikið áhyggjuefni, við viljum ekk að þjóðin glati smám saman niður færninnnni til að handskrifa texta. Einnig hafði ég mjög gaman að því að fá að spreyta mig á að leggja fyrir próf og aðstoða í frumkvöðlafræðinni. Bæði var mjög gefandi en líka bara góð tilfinning að vera pínu stressuð en takast á við óttann og standa mig svo bara mjög vel og finna að ég get haft stjórn á bekknum. Það var einmitt mitt stærsti ótti að ég myndi ekki náa ð stýra bekknum og hafa vinnufrið. Yfir veturinn kynntist ég smám saman starfsfólkinu í MK og þeim fjölbreyttu verkefnum sem þar eru í gangi. Mér fannst að okkur væri einstaklega vel tekið sem kom til dæmis fram í því að okkur var boðið að taka þátt í öllum viðburðum. Einn þeirra viðburða var sameiginleg árshátið kennara og nemenda sem ég fór á. Það var virkilega gaman að sjá hvernig samband kennarar áttu við nemndur með alls konar tilheyrandi einkahúmor. Matriðslunemar sáum um allar veitingar sem voru frábærar og ég fann að ég væri virkilega til í að tilheyra einhverjum skóla og vera partur af sambærilegri menningu.
Æfingakennsla:
Ég kenndi fimm tíma á haustönn og átta tíma á vorönn eins og lagt var upp með. Kennslan gekk í heildina litið vel. Ég ígrunda æfingarkennsluna ítarlega í tveimur öðrum bloggfærslum auk þess sem hægt er að nálgast kennsluáætlanir, glærur sem ég gerði fyrir innlagnir og raunverkefni á forsíðunni. Þær bloggfærslur heita Ígrundun æfingakennslu á haustönn 2016 og Ígrundun æfingakennslu á vorönn 2016 og er hægt að nálgast þær hér á forsíðunni.
Comentários