top of page
Search

Hvað hef ég lært á haustönn 2015?

  • Rín Samía Raiss
  • Dec 14, 2015
  • 2 min read





Á þessari önn tel ég mig fyrst og fremst hafa lært að takast á við það að fara út fyrir minn þægindaramma. þegar námið byrjaði í haust get ég ekki lýst því öðruvísi en að um menningarsjokk hafi verið að ræða. Ég var að koma úr krefjandi námiog hafði tileinkað mér ákveðin vinnubrögð en fljótlega eftir að önnin byrjaði fann ég að ég væri komin í allt annað umhverfi þar sem áherslur væru gjörólíkar.


Mér fannst mjög erfitt að venjast því að um mætingarskyldu væri að ræða og leið að mörgu leyti eins og ég væri komin a.m.k. tíu ár aftur í tímann til menntaskólaáranna. Ég er mjög samviskusamur nemendi og mæti og tek þátt eins og ég mögulega get. Því þótti mér óþægilegt að þurfa að tilkynna forföll og leið svolítið eins og ákveðið traust skorti. Mér lærðist þó fljótt að öll samsettning námsins gengur mjög mikið út á spjall um hitt og þetta sem er annað sem mér þurfti að lærast að verja svo miklum tíma í.


Æfingakennslan var mjög gefandi en sér í lagi þótti mér gott að fá tækifæri til að vinna að því að búa til glærur, verkefni og fara yfir verkefni. Það varð til þess að ég kafaði virkilega djúpt í efnið og reyndi að setja mig í spor nemenda. Hugsunin hjá mér var alltaf: Hvernig get ég hjálpað þeim að læra? Tel ég að það hafi reynst mér vel.


Í byrjun annarinnar þótti mér líka mjög óþægilegt að vita ekki strax hvenær þriðjudagsfundir væru og hvernig nákvæmt skipulag á þeim væri. Það jók enn á streituna að hafa mætingaskylduna hangandi yfir höfði sér. Því varð mikill léttir hjá mér þegar að þau mál voru öll komin á hreint. Ég hef mikla trú á því að það borgi sig að höfða til innri hvata í stað þess að beita boðum og bönnum. Í mínum huga er námið alveg nógu áhugavert til þess að ég vilji helga mig því og leggja mig fram eftir bestu getu.


Ég lærði mikið með því að fylgjast með öllum kennurunum á önninni. Bæði í mínu námi og í gegn um beint áhorf. Ég held að fólk komi með mikið af sínum eigin persónuleika inn í kennsluna og tel ég það bara gott mál. Svo lengi sem maður virðir siðareglurnar, kemur fram við alla af virðingu og er vel að sér fræðilega tel ég að margbreytileiki í kennsluaðferðum og stíl geri kennsluna bara að skemmtilegri satrfsgrein og virki hvetjandi á nemendur.




 
 
 

Comments


  • Facebook Black Round
  • Google+ - Black Circle
  • Tumblr Black Round

© 2023 by Walkaway. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Black Round
  • Google+ - Black Circle
  • Twitter Black Round
bottom of page