top of page
Search

Inngangur - Hvers vegna kennsla?

  • Rín Samía Raiss
  • Apr 30, 2016
  • 2 min read

Um mig

Ég hef alltaf haft gaman af því að lesa og læra og eftir því sem að árin líða hefur áhugi minn fyrir símenntun og þorsti í fróðleik sífellt aukist. Í námi mínu í Mannauðsstjórnun var mikið fjallað um starfsmenn sem auðlind og hvernig best væri að greina og fylla upp í þekkingargöp. Út frá því rann upp fyrir mér að þrátt fyrir að ég væri ekki endilega með það á hreinu við hvað ég vildi vinna restina af starfsævinni vildi ég vera í vinnu þar sem áhersla væri á menntun og mikilvægi þess að viðhalda og bæta við þekkingu sína út starfsævina.


Þessar pælingar gerjuðust í huga mér síðastliðinn vetur og um vorið var ég staðráðin í því að halda áfram námi og öðlast kennsluréttindi. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun og hefur veturinn verið mér lærdómsríkur á margan hátt. Ég finn þó fyrir því að vegferð mín innan kennslugeirans er bara rétt að hefjast og ég á margt ólært. Því hlakka ég mikið til að sjá hvað árið 2016 ber í skauti sér.

Ígrundun er hugtak sem ég hafði afskaplega lítið leitt hugann að áður en kennslan hófst í haust. Eftir að hafa lesið greinarnar sem settar voru fyrir í upphafi námskeiðisins skyldi ég þó betur hvers vegna hún er mikilvæg. Kennslan er starf þar sem maður vinnu mikið einn. Því er maður ekki að fá jafn mikla endurgjöf frá samtarfsfólki eins og í mörgum öðrum sérfæðistörfum. Því hlýtur að vera sérlega mikilvægt að ígrunda vel hvernig manni tekst upp og kanski ekki síður hvers vegna er árangurinn eins og raun ber vitni? Ég er að sjálfsögðu að taka mín fyrstu skref í skipulagðri ígrundun og á mikið eftir ólært. Það tekur mig greinilega tíma að ná að tileinka mér þessi nýju vinnubrögð en það er allt í lagi mín vegna. Þó þetta sé tímafrekt og erfitt held ég að það sé alveg þess virði.


 
 
 

コメント


  • Facebook Black Round
  • Google+ - Black Circle
  • Tumblr Black Round

© 2023 by Walkaway. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Black Round
  • Google+ - Black Circle
  • Twitter Black Round
bottom of page