Skólamálaumræða veturinn 2015 til 2016
- Rín Samía Raiss
- Dec 14, 2015
- 7 min read

Á önninni rakst ég á nokkrar áhugaverðar greinar sem mér langar til að ræða aðeins um. Þær voru allar valdar vegna þess að mér fannst þér beina kastljósinu að áhugaverðum vinklum skólastarfsins þó með ólíkum hætti.
1. Pistill eftir Gest Guðmundsson
Í ÍFréttablaðinu hinn 11. nóvember síðastliðinn birtist pistill eftir Gest Guðmundsson prófessor í félagsfræði menntunar við Háskóla Íslands. Í pistlinum fjallaðr Gestur um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um efnahgsleg áhrif af styttingu framhaldsskólans. Þessi skskýrsla er að mörgu leyti afar áhugaverð eins og hugmyndirnar um styttingu framhaldsskólans. Fyrir utan að hafa verulega áhrif á framtíðaratvinnumöguleika okkar sem erum í náminu um þessar mundir kemst maður ekki hjá því að hugsa um breytingarnar sme foreldri út frá hagsmunum næstu kynslóðar íslendinga. Eins og Gestur færir svo vel rök fyrir í grein sinni er óhjákvæmilegt að hafa í huga sá ólíki fjárhagslegi raunveruleiki sem ungir námsmenn hér á landi búa við í samanburði við hvað þekkist á hinum Norðurlöndunum.
Ég hef verið svo lánsöm að vera í námskeiðinu Nútímanum sem kennt er af Ólöfu Garðarsdóttur á önninni þar sem meðal annars þessi mál voru rædd. í násmkeiðinu var Gestur gestakennari og reifaði þar hugmyndir á svipuðum nótum og birtast í pislinum sem hér er til umfjöllunar. Það var afar fróðlegt og vakti mig til umhugsunar um þessi mál.
Pistillinn er að mínu mati vel skrifaður og bendir Gestur með einföldum hætti á helsta vanda hagfræðilíkanana sem er ofureinföldun þar sem of fára breytur eru tilgreindar.
2. Pistill eftir Tryggva Gíslason
Þann 3. desember síðastliðinn birtist í Fréttablaðinu pistill um íslensku í skólakerfinu undir yfirskriftinni: Allir kennarar eru íslenskukennarar-ályktun um stöðu íslenskrar tungu. í pistlinum fjallar Tryggvi um nýlega ályktun málnefndar um stöðu íslenskrar tungu. Ástæða er til að vekja athygli á þeirri hættu sem steðjar að vegna þess að sífellt færri íslendingar ná nógu góðum tökum á íslensku ritmáli itl þess að geta virkilega notið alls þess sem tungan hefur upp á að bjóða. Ég er sjálf barn innflytjanda sem kemur úr allt öðru málumhverfi. Því tek ég undir orð Tryggva um mikilvægi þess að byggja sterkar stoðir undir íslenskukennslu innan menntakerfisins. Mér finnst einnig mjög áhugavert að líta á ritþjálfun og ritunarkennslu sem sérstaka námsgrein. Af þeirri stuttu reynslu sem ég hef af Menntaskólakerfinu sem fullorðinn einstaklingur er bersýnilegt að margir nemendur eiga erfitt með ritun og þurfa aðstoð til að ná meiri færni.
Við erum öll íslenskukennarar eins Tryggvi segir og verðum að taka það hlutverk alvarlega. Til þess að geta notið menningar og virkilega verið virkur meðlimur í samfélaginu er nauðsynlegt að búa yfir ákveðinni færni í lestri og ritun. Á tölvuöld megum við heldur ekki gleyma því að leggja okkur fram við það sem við semdum frá okkur og virða höfundarréttinn. Það er allt of mikið um að vinna annara og hugverk séu ekki virt sem dregur úr hvata til nýsköðunar. Það þar því að mínu mati samstillt átak til að snúa vörn í sókn og vernda fallega tungumálið okkar.
3. Frétt
Þann 9. desember síðatliðinn burtist grein á bls. 8 í Fréttablaðinu sem bara yfirskriftina: Karlar bara fimmtungur kennara. Í greininni er fjallað um þá staðreynd að karlkyns kennurum á framhaldsskólastigi hefur fækkað með ógnvekjandi hraða. Nú er svo komið að einungis um fimmtungur félagsmanna í Kennarasambandi Íslands eru karlar Að þessu sögðu er þó hlutfallið í framhaldsskólum landsins enn sem komið er þannig að fjórir af hverjum tíu kennurum eru karlar. Þetta þarf ekki að koma mikið á óvart en eitt af því sem vakti strax athygli mína þegar ég hóf námið í haust er hve fáir karlar eru meðal samnemenda minna. Það sem mér þótti einnig áhugavert við greinina er að samkvæmt Aðalheiði Steingrímsdóttur varaformanni KÍ er ástæða til að hafa áhyggjur af því að ekki sé verið að mennta nógu marga kennara og því kunnu innan skamms að blasa við nýliðunarvandi í stéttinni. Eftir að ég hóf námið hef ég heyrt úr öllum áttum að framtíðaratvinnumöguleiakr mínir sem kennara séu mjög takmarkaðir innan framhaldaskólanna á næstu árum. Það kann þó að vera vegna þess að ég kem til með að kenna visðkiptagreinar.
Eftir stendur í öllu falli spurningin? Hvers vegna er körlum að fækka svo mjög í stéttinni sem raun ber vitni? Væntanlega hafa bág launakjör sitt að segja um þetta og ég tek undir með Braga Guðmundssyni og vona svo sannarlega að áhui fyrir starfinu vaxi með bættu starfsumhverfi og launakjörum. Það er grylleg framtíðasýn að börnin mín muni ekki alast upp við að hafa jafn færa karlkyns og kvenkyns kennara.
4. Frétt
Mentorverkefni í MK
Í fréttablaðinnu þann 27. febrúar birtist stuttur pistill um áhugavert verkefni sem unnið er í heimaskólanum mínum MK í samvinnu við rótarýklúbbinn Borgir. Nemendahópurinn í Menntaskólanum í Kópavogi er bæði stór og fjölbreyttur en þar stunda meðal annars um 50 nemar af erlendum uppruna nám. Tilraunaverkefni skólans og Rótarýklúbbsins Borgir gengur út á að aðstoða nemendur sem eiga erfitt uppdráttar félagslega með því að úthluta þeim valinn samnemandi til stuðnings. Hittast nemendurnir að minnsta kosti einu sinni í viku annað hvort innan skólans eða utan og njóta fjárstuðnings til samvistanna frá rótaríklúbbnum sem greiðir útlagðaankostnað svo sem fyrir bíómiða, strætó eða annað.
Mér finnst þetta frábært verkefni en ég heyrði hins vegar fyrst um það við lestur fréttarinnar. Ég hef ekkert heyrt minnst á verkefnið innan skólans og velti fyrir mér hversu vel svona ýmislegt uppbyggilegt starf innan skólans sé kynnt fyrir nemendum og kennurum. Mögulega mætti gera betur í því en annars áhugavert fyrirmyndarverkefni.
5. frétt Í Fréttablaðinu þann 5. apríl birtist áhugaverð frétt um stofnun nýs menntaskóla
Ríkisstjórnin hefur að tillögu menntamálaráðherra samþykkt að stofnaður verði framhaldsskóli sem býður upp á sérhæfingu í tónlist. Miðað er við að skólastarf hefjist í nú í haust. Stendur til að bjóða upp á sérnám í tónlist sem lýkur með stúdentsprófi. Er nú leitað eftir aðillum til að setja á fót og reka slíka skóla. Gera á samning um kennslu allt að 200 nemenda sem þreyta inntökupróf, óháð lögheimili. Er stofnun skólans ætlað að bæta og styrkja stöðu tónlistarskóla en mikið ósætti hefur ríkt um framlög Reykjavíkurborgar til reksturs tónlistarskóla. Ríkið mun þrátt fyrir stofnun skólans áfram styðja við annað tónlistarnám á framhaldsstigi utan höfuðborgarsvæðisins.
Mér finnst þetta mjög áhugaverð frétt og það gleðður mig að tónlistarnámi sé með þessu gert hærra undir höfði en tíðkast hefur hingað til. Fjölbreytni er gríðarlega mikilvæg og vinandi verður þetta til þess að fleiri nemendur halda áfram að stunda tónlistarnám í menntaskóla.
Linkur á fréttina: Nhttp://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=385463&pageId=6508810&lang=is&q=MeNNtaM%C1l
6. Rannsókn á svefn og heilsu íslenskra ungmenna
Fyrstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins „Heilsuhegðun ungra Íslendinga“ benda til þess að unglingar hér á landi sofi lítið og fari seint í háttinn. Einnig eru unglingar mun þyngri og þrekminni en jafnaldrar þeirra voru fyrir um tíu árum. Rannsóknin er framkvæmd af fræðimönnum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og tekur til nemenda í 10. bekk í sex skólum í Reykjavík. Markmiðið er að skoða stöðu og langtímabreytingar á heilsufari, hreyfingu, þreki, svefni, námsárangri og lifnaðarháttum við 15 ára aldur og síðan aftur að tveimur árum liðnum.Sláandi er að aðeins 8% drengja og 13% stúlkna náðu átta tíma svefni en sex tíma svefn á virkum dögum var algengastur hjá báðum kynum. Um helgar sofa unglingarnir þó rúmlega klukkustund lengur að meðaltali. Stelpur fara almennt fyrr að sofa en strákar og er að mati rannssakenda mikilvægt að ná fram betri svefnheilsu með því að breyta skólatímamynstri þeirra og auka fræðslu i tengslum við áhrif rafrænna miðla á svefn. Til þess þarf þó að virka bæði foreldra og allt samfélagið til aukinnar samvinnu. Á 12 árum hefur líkamsþyngdarstuðull (BMI) hækkað um 6% og þyngd 15 ára unglinga hefur aukist um 4 kg. Þrek 15 ára unglinga í dag er einnig lakara en þrek jafnaldra þeirra var fyrir 12 árum. Samtímis hefur of feitum eintaklingum fjölgað.
Mér finnst bæði þessi rannsókn og greinin áhugaverð. Til þess að nemendum geti liðið vel í skólanum er nauðsynlegt að þau séu við góða heilsu. Mjög mikilvægur liður í því er að sjálfsögu að fá nægilega mikinn svefn. Við þekkjum það líklegast öll af eigin raun að mjög erfitt er að einbeita sér að náminu þegar maður er mjög þreyttur og illa upplagður. Það hversu lítinn svefn unglingarnir eru að fá hefur að mínu mati líkast til einnig áhrif á þróunina til þyngdaraukningar. Þegar maður er mjög þreyttur og vansvefta hefur maður itlhneigingu til að borða meira magn af mat og er líka gjarnari á að detta í að borða og drekka það sem inniheldur mikinn sykur til að fá skyndiorku. Ég varð oft vör við það í æfingakennslunni í vetur að nemendur virtust mjög þreyttir og oft kom fyrir að fólk væri við það að dotta í tímum sem er að sjálfsögðu leiðinlegt fyrir þá einstaklinga og kennarann. Vonandi verða þessar rannsóknarniðurstöður til að kveikja aukinn áhuga á þessum málefnum. Greinin þykir mér sem fyrr segir eiga erindi í þessa ferilmöppu vegna þess að hún fjallar um vanda sem ég hef sjálf upplifað í kennslustofunni.
Linkur á umfjöllunina:
http://www.hi.is/frettir/svefn_og_heilsa_islenskra_ungmenna
7. Dagur raddar: Hvers vegna að ógna atvinnuöryggi fólks með fáfræði ?
Pistill sem birtist þann 16. apríl á vefsíðunni visir.is
Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir raddmeinafræðingur skrifar á degi raddarinnar um mikilvægi raddheilsu fyrir fjölmargar starfsstéttir svo sem kennarar, prestar, sálfræðingar, fréttamenn, sölumenn og þingmenn. Að hennar mati er mikilvægt að huga að raddverndarmálum sem hún telur vera í miklum ólestri hér á landi þrátt fyrir að um atvinnuöryggi stórs hluta landsmanna sé að ræða. Telur Valdís að almennt ríki þekkingarleysi um rödd eða miklu frekar um getu og takmörk raddfæra. Án þess að vera meðvitaður um það getum við öll gegnið fram af raddböndum okkar. Oft áttum við okkur ekki á að röddina okkar er orðið þróttlítil eða veik vegna þess að hún hljómar sem fyrr í okkar eyrum. Bendir Valdís réttilega á að kennurum til að mynda sé röddin nauðsynleg í starfi sínu til að ná til nemenda og halda uppi bekkjaraga. Vill Valdís sjá að sú róttæka breyitng verði gerð að röddin sé tekinn inn í sem þáttur í lýðheilsu. Til að mynda mætti vera skylda að fræða þá sem þurfa að nota röddina í vinnunni um raddnotkun. Ætti samkvæmt hugmyndum hennar að vera krafa gerð til þess að fjallað sé um raddheilsu í menntun kennara. Skaði til að mynda kennari rödd sína vegna vinnunnar á hann engan rétt á bótum og rödd hefur ekki verið tekin inn se áhættuþáttur í kjarasamningum. Valdís bendir einnig á þann áhugaverða punkt að enn eru hávaðamælingar í skólum ekki miðaðar við að hávaðinn sé það hár að hann geti skaðað rödd, heldur er miðað við þolmörk heyrnar. Þá er hávaðinn löngu kominn yfir þau mörk þar sem hægt er að beita töluðu orði að einhverju gagni, að ekki sé talað um þá hættu sem rödd kennarans og barnanna er sett í. Þetta telur hún möguelga ástæðu fyrir ófullnægjandi námi.
Mér finnst þessi grein mjög áhugaverð, bæði vegna ess að ég sem kennari hef rekið mig á hversu mikilvæg raddbeiting er og einnig hef ég kynnst mikilvægi raddarinnar úr mínu persónulega lífi. Þegar maðurinn minn greindist með krabbamein árið 2010 var hann lengi á gjörgæslu og fékk meðal annars svokallaða gjörgæslulömun með þeim afleiðingum að bæði raddböndin lömuðust og hann varð algjörega raddlaus. Með tíma, lyfjagjöf, iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun náði maðurinn minn röddinni sinni sem betur fer aftur. Þessi reynsla var þó mjög erfið og ég geri mér nú fyllilega grein fyrir mikilvægi þess að vernda röddina sína. Því finnst mér að málfluttningur Valdísar eigi vel við okkur öll en þó kanski ekki síst þá sem reiða sig á röddina í atvinnuskyni.
http://www.visir.is/dagur-raddar--hvers-vegna-ad-ogna-atvinnuoryggi-folks-med-fafraedi--/article/2016160419227
댓글