top of page
Search

Ígrundun æfingakennslu á vorönn 2016

  • Writer: rin130
    rin130
  • Apr 30, 2016
  • 7 min read

Ég gat því miður ekki sett hérna inn kennsluáætlanir, þær glærur sem ég gerði fyrir innlagnir og raunverkefni. Þetta efni er þó allt aðengilegt á forsíðu bloggsins með því að ýta á bleiku reitina sem eru allir merktir í samræmi við innhald.

Hér á eftir mun ég fjalla um æfingakennsluna. Þau markmið sem ég setti mér fyrir hvern tíma og hvernig gekk að ná þeim, Vinsamæegast athugið að einungis er um 6 kennsluáætlanir að ræða þrátt fyrir að ég hafi kennt 8 kennslustundir þar sem um tvær tvöfaldar kennslutundir var að ræða :

Fyrsta æfingakennslustundin fór fram þann 29. febrúar og kenndi ég Stjórnun 103. Viðfangsefni tímans var kennsla um almenna stjórnun. Um tvöfaldan tíma var að ræða. Leiðsangnarkennarinn minn byrjaði á að kynna mig stuttlega fyrir nemendum og hvað færi fram. Mér fannst mjög gott að hann gerði það þó að ég hefði að sjálfsögðu hitt nemendur áður. Mér fannst bara aðallega gott að hann léti þau vita að ég myndi kenna nokkra tíma til þess að ekkert kæmi þeim á óvart og það gaf þeim líka tækifæri til að spyrja spurninga um það sem þau voru óviss um. Mér leið því nokkuð vel og hlakkaði til að kynna efnið fyrir krökkunum.


  • Að kynna nemendur fyrir grunnhugtökum stjórnunarfræða.

  • Að nemendur öðlist skilning á hlutverki skipulagsheilda, starfsgrundvölli, rekstrargrundvelli, stefnumótun og SVÓT greiningu.

Þau gögn sem ég notaði við kennsluna voru:


  • Kafli 3 í kennsluheftinu Skipulagsfræði og stjórnun.

  • Myndbönd um markmiðssetningu og SVÓT greiningu af vefsíðunni TED-Ed


Það er mikilvægt að nemendur öðlist góðan skilning á öllu er varðar Leiðsagnarkennarinn minn lagði mat á hve langan tíma nemendurnir þurftu til að tilegrunnatriði stjórnunar og því var ákveðið að verja 6 af kennslustundum í yfirferð þriðja kafla sem fjallar einmitt um almenna stjórnun.


Kennslan gekk ágætlega. Ég hafði kynnt mér efnið afturábak og áfram og var vel undirbúin. Allar tímaáætlanir stóðust nánast alveg og ég upplifði að ég hefði nóg að gera en þó ekki þannig að ég ætti í erfiðleikum með að komast yfir áætlaða yfirferð. Nemendur voru að sjálfsögðu misáhugasamir en ég þurfti lítið að gera til að halda góðum vinnufrið. Tvisvar eða þrisvar ræskti ég mig og ef ég sá að nemendur voru að missa einbeitinguna og braut ég innlögnina upp með spurningum. Það gekk þó frekar illa að fá nemendur til að svara spurningum og taka þannig virkan þátt en einungis tveir eða þrír nemendur voru viljugir að svara.


Ég get ekki sagt að nemendur hafi náð hæfniviðmiðunum eftir þessa einu kennslustund en hinsvegar tel ég að góður grunnur hafi verið lagður að því þennan dag.


Leiðsagnarkennarinn minn var mjög ánægður með kennsluna en benti mér á góðar leiðir til að virkja nemendur.

Önnur kennslustundin fór fram þann 1. mars.

Markmið voru að nemendur

  • Gerðu sér grein fyrir tilgangi skipurita og gert greinamun á milli ólíkra tegunda skipurita.

  • Geta lesið úr skipuriti og gert greinamun á milli láréttra og lóðréttra boðleiða.

Kennslugögn:

  • Kafli 3 í kennslubókinni: Skipulags-fræði og stjórnun

  • Nemendum er frjálst að nota allt efni af vefnum sem fjallar um viðfangsefni verkefnisins.

  • Kennari leggur til veggspjöld, tússliti og annað sem nemendur geta notað til að miðla efni til samnemenda sinna í stuttum örkynningum. Kennslustund dagsins var mjög vel heppnuð. Allar tímaáætlanir stóðust fullkomlega og ég tel að mér hafi tekist að vekja áhuga nemenda á skipuritum. Krakkarnir voru duglegir að spyrja spurninga í dag og virtust hafa gaman að því að brjóta kennsluna upp. Leiðsagnarkennarinn minn hefur ekki áður notað veggspjaldaaðfeðrina og við ræddum mikið um tímann í dag. Hann var alveg sammála mér með það að krakkarnir hefðu verið sérlega virkir og staðið sig vel. Það var bara virkilega gaman að fylgjast með þeim kynna. Það var samt líka svolítið skrítið því að ég er venjulega í hlutverki nemandans sem kynnir. Það mun klárlega taka mig einhvern tíma að venjast þessu nýja hlutverki. Leiðsagnarkennarinn minn hafði sérstkalega orð á því hvað það hefur jákvæð áhrif á hann sem kennara að fá kennaranema sem sparka aðeins í kallinn eins og hann orðaði það sjálfur svo skemmtilega Þriðja kennslustund fór fram þann 3. mars

Hæfniviðmiðin ákváð ég sem fyrr út frá efninu sem lá fyrir:

  • Að halda áfram að kynna nemendur fyrir grunnhugtökum stjórnunarfræða.

  • Að nemendur öðlist skilning á hvaða áhrif ólík menning hefur á skipulagsheildir.

  • Fjallað um mikilvægi áætlana og að nemendur geti gert sér grein fyrir muninum á skammtíma- og langtímaáætlunum.

Kennslugögn

  • .Kafli 3 í kennsluheftinu Skipulagsfræði og stjórnun.

  • Sýni myndbönd um áhrif menningar á viðskipti af vefsíðunni TED-Ed

Meginmarkmiðið með kennslunni var sem fyrr að kynna grunnatriði stjórnunar fyrir nemendum. Fjölluðum við sérstaklega um áhrif menningar á skipulagsheildir. Einnig var áætlanagerð tekin fyrir og ég útskýrði fyrir nemendum muninn á skammtímaáætlunum og langtímaáætlunum. Ég hafði umsjón með þegar nemendur unnu í vinnubókinni sinni. Sú vinna gaf mér gott tækifæri til að labba um stofuna og kynnast krökkunum betur. Ég fann alveg að sumir voru feimnir við mig en aðrir nýttu sér óspart að ég var tilbúin til að aðstoða. Ég átti von á því að ég yrði feimin og ætti kanski erfitt með að svara óvæntum spurningum en það gekk allt eins og í sögu. Þessi tími kom mér því skemmtilega á óvart og ég hafði virkilega gaman af honum. Að því sögðu eru nokkrir nemendur í áfanganum sem eiga mjög erfitt með að trufla ekki aðra og einbeita sér að efninu. Ég gerði mitt besta til að virkja þá en get ekki neitað að mér finnst hegðun þeirra afar krefjandi.


Eftir tímann ræddum við leiðsagnarkennarinn minn um hvernig ég upplifði kennsluna enn sem hálfgerðan rússibana. Bæði er maður sjálfur og nemendur í mismunandi dagsformi og það er eðlilegt að maður þurfi tækifæri til að ná ákveðnu jafnvægi. Allt í allt gekk þetta vel og ég var sátt við tímann.




Fjórða æfingakennslustundin fór fram þann 7. mars og ég kenndi stjórnun eins og áður. Þetta var síðasta kennslustundin í kafla 3 og því var svolítil pressa á mér að halda góðum dampi í dag og klára efnið. Ég var mjög meðvituð um að annars myndi ég ekki halda kennsluáætluninni.


Hæfniviðmiðin voru á svipuðum nótum og áður:


  • Að nemendur öðlist skilning á mismunandi réttarformum fyrirtækja svo sem einkahlutafélög, samvinnufélög, hlutafélög og sameignarfélög

  • Að nemendur kynnist áætlanagerð og starfssemi fyrirtækjanna Marks og Spencer og Sears

  • Að ljúka við yfirferð þriðja kafla til að halda kennsluáætlun

Kennslugögn

  • Kafli 3 í kennsluheftinu Skipulagsfræði og stjórnun.

  • Sýni myndbönd um stórfyrirtækið Marks og Spencer

Meginhugsunin var sú sama og áður en tíminn í dag var mjög erfiður. Það var góð mæting af hressum strákum sem erfitt er að halda við efnið. Ég náði að fara í gegn um efnið en því miður tel ég að ég hafi ekki náð að koma í veg fyrir að þessir einstaklingar trufluðu aðra. Mér finnst satt að segja ömurleg tilhugsun að ég hafi ekki verið með nógu góða bekkjarstjórn og það hafi orðið til þess að einhverjir nemendur hafi ekki náð að læra vel í dag.



Eftir tímann fengum við Þórir leiðsagnarkennarinn minn okkur kaffibolla og ræddum um tímann. Hann skildi vel upplifun mína af tímanum og sagði mér að á sínum 30 ára kennsluferli hefði hann ekki áður haft hóp sem jafn erfitt væri að stjórna. Það gladdi mig að heyra það því þá gerði ég mér grein fyrir að það væri ekki bara við mig að sakast. Við ræddum leiðir til að takast á við vandann og þetta var virkilega gott spjall.

Fimmta kennslustundin fór fram þann 8. mars


Í þessum tíma var komið að nýju viðfangsefni sem gladdi held ég bæði mig og nemendur. Kaflinn um almenna stjórnun var einn sá lengsti í kennslubókinni og mjög snúinn og því held ég að allir hafi verið fegnir að takast á við léttari kafla sem auðvelt var að tengja sig við. Umfjöllunarefnið var alþjóðleg stjórnun sem er létt og skemmtilegt efni.

Hæfniviðmiðin fyrir kennslustundina voru:

  • .Að vekja áhuga nemenda á alþjóðlegri stjórnun

  • Að nemendur átti sig áhvað aðgreinir alþjóðlega stjórnun frá almennri stjórnun

  • Að kynna nemendur fyrir alþjóðlega fyrirtækinu Matsushita Electric Co. og Japanskri viðskiptamenningu

Kennslugögn:

  • Kafli 4 í kennsluheftinu Skipulagsfræði og stjórnun.

  • Sýni myndbönd um Matushita Electric Co. og um Japanskt viðskiptalíf


Með aukinni tæknivæðingu er heimurinn sífellt að skreppa saman og mjög auðvelt er orðið að eiga viðskipti þvert á landamæri. Því er mikilvægt að þekkja til menningu okkar helstu viðskiptalanda. Mér finnst þetta efni mjög skemmtilegt svo ég átti mjög gott með að miðla því.

Það sýndi sig strax að nemendur voru mun áhugasamari um þetta efni og í fyrsta sinn í æfingakennslunni náði ég sæmilegum samræðum um efnið upp í tímanum. Nemendur höfðu gaman að því að prófa reiknivélarnar og gott samtal myndaðist.

Sjötta kennslustundin fór fram þann 8. mars

Markmið kennslustundarinnar voru:

  • Að vekja áhuga nemenda á alþjóðlegri stjórnun

  • Að nemendur átti sig áhvað aðgreinir alþjóðlega stjórnun frá almennri stjórnun

  • Að kynna nemendur fyrir alþjóðlegu fyrirtækjunum ITT og United Airlines

  • Að nemendur átti sig á ólíkum stjórnunarstíl stjórnenda fyrirtækjanna og hvernig mennningarlegur munur hefur áhrif á stjórnendur

  • Að ljúka við yfirferð 4 kafla til að halda námsáætlun og fá nemendur til að taka þátt í æfingaprófi Kennslugögn:

  • Kafli 4 í kennsluheftinu Skipulagsfræði og stjórnun.

  • Sýni myndbönd um ITT og United Airlines

Tíminn gekk vel. Ég náði að halda alveg áætlun og kláraði efnið. Þegar ég byrjaði að kenna var leiðsagnarkennarinn minn nokkrum vikum á eftir áætlun svo ég er mjög ánægð með að mér skyldi takast það. Mér fannst það sérstaklega mikilvægt vegna þess að krakkarnir eru að fara í próf eftir nokkra daga og það verður einungis prófað úr efni 3 og 4 kafla sem ég kenndi að öllu leyti.Ég var mjög stressuð að leggja æfingaprófið fyrir og hafði áhyggjur af því að krakkarnir myndu ekki vilja taka þátt. Sú reyndist aldeilis ekki vera raunin og allir nemendur sem mættu tóku prófið. Einkunnadreifin stemmdi við bjöllulaga kúrfu sem var traustvkjandi. Leiðsagnarkennarinn minn var mjög ánægður með æfingaprófið og hrósaði mér mikið fyrir mína vinnu.

Í heildina litið hafði ég gaman að æfingakennslunni og ég tel að hún hafi gengið vel. Með því að undirbúa mig vel og vera yfirveguð tel ég að ég ætti að geta tekist á við flesta kennslu og hlakka til að takast á við kennslustörf.


 
 
 

Comments


  • Facebook Black Round
  • Google+ - Black Circle
  • Tumblr Black Round

© 2023 by Walkaway. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Black Round
  • Google+ - Black Circle
  • Twitter Black Round
bottom of page