Ígrundun miðvikudagstíma á vorönn 2016
- rin130
- Apr 30, 2016
- 5 min read

Ígrundun miðvikudagstíma
Hér á eftir fer stutt samantekt eða ígrundun fjögurra miðvikudagskennslustunda. Ég hafði það sem reglu að pukta alltaf hjá mér eftir tímana stuttar ígrundanir, vangavelltur og spurningar en valdi svo fjórar ígrundanir til að birta á síðunni minni. Þær voru valdar sökum þess að mér fannst tímarnir sérstaklega eftirminnilegir eð avöktu hjá mér meiri tilfinningar en aðrir.
Fyrsta kennslustund vorannar
Tíminn hjá mér byrjaði frekar illa. Fyrst átti ég í miklum erfiðleikum með að finna nýju kennslustofuna enda er ég svo sem ekki mjög kunnug hérna í húsinu. Að lokum fann ég svo stofuna og kom aðeins of seint sem mér fanst mjög óþægilegt auk þess sem að nýja stofan er alveg skelfileg miðað við stofuna sem við höfðum fyrir áramót. Í dag var farið í gegnum kynningu vormisserisins sem mér líst svo sem bara nokkuð vel á. Það verður þó gaman að fá að heyra nánar um þetta stóra verkefni sem við eigum að vinna í lok annarinnar um starfskenningu okkar. Í fríinu hef ég einmitt hugsað heilmikið um hvernig kennari ég er/kem til með að vera og að hve miklu leyti ég get haft áhrif á það. Það er að segja hvernig persónuleiki minn hefur áhrif á mig sem kennara. Svo er ég líka að átta mig betur og betur á því að það er mikill munur á því hvernig kennari maður er annarsvegar og hinsvegar hvernig nemandi maður er/var. Það er ekki raunhæft að gera sér vonir um það að allir nemendur manns í fjölbreyttum og stórum skóla eins og MK séu allir góðir námsmenn og áhugasamir um námið. En já ég er víst komin aðeins út fyrir efnið. Við erum rétt að byrja að kynnast nýja kennaranum okkar sem virkar mjög áhugasöm og hlýleg. Mér finnst stefna í að andrúmsloftið í tímum verði mjög afslappað og það líst mér vel á. Verkefni 3 var kynnt til leiks í tímanum auk þess sem fjallað var um speglaða kennsluaðferð. Ég vann með Bergþóru, Sigrúnu og Bjarney og við tókum fyrir spurningar um Gaughan og speglaðar kennsluaðferðir. Hópurinn var mjög sammála um svör við spurningunum og líflegar umræður mynduðust. Við gátum allar hugsað okkur að prófa speglaðar kennsluaðferðir og sumar okkar hafa nú þegar mikla reynslu af nýtingu þeirra.
27. janúar
Fyrir tímann áttum við að lesa Grafarþögn sem mér fannst skemmtileg lesning. Ég hef ekki áður lesið neitt eftir Arnald enda falla hans bækur ekki í þann flokk sem ég hef mestan áhuga á. Í tímanum var rætt hvernig hægt er að nota bókmenntir og sér í lagi Grafarþögn við kennslu. Mér fannst umræðan um hvernig nýta má bækur almennt í tengslum við kennslu en ég verð þó að viðurkenna að ég fann ekki mikla tengingu á milli bókarinnnar og kennslu í mínu aðalfagi stjórnun. Ég býst þó við að það hljóti að vera óvinnandi verk að finna einhverja bók sem passar vel fyrir kennslu allra greina. Punkturinn komst þó til skila í tímanum og ég mun örugglega vera opnari fyrir að tengja bækur almenns eðlis við kennsluna í framtíðinni. Við sem kennum viðskiptafræði mynduðum hóp og þar fóru fram frjálsleg skoðanaskipti. Ljóst er að við höfðum mjög ólíka sýn á hvernig nýta mættu bókina við kennslu í viðskipta- og hagfræði. Vinnan fór þó vel fram og ivð vorum sammla um leið til að nýta bókina sem við ætlum að kynna fyrir samnemendum okkar í næstu kennslustund.
Eftir að ég hóf þetta nám hef ég oft hugsað um að mér finnstt námið ekki miða nógu mikið ða þörfum okkkar sem kennum viðskiptafræði. Þ.e.a.s. námið er góður undirbúningur undir að miðla efni svo sem í stjórnun og markaðsfræði eða öðrum sambærilegum svokölluðum kjaftafögum. Hins vegar finns mér að það mætti taka betur á þvi að hafa námið gagnlegra fyrir kennslu stærðfræðigreinanna. Allt í allt fínn tími sem vakti mig til umhugsunar og ég hef klárlega víkkað sjóndeildarhringinn og öðlast nýjan vinkil á kennsluna.
16. mars
Í tímanum í dag var upplifunin af æfingakennslunni rædd. Greinilega mjög ólík upplifun og nemendur hafa greinilega búið við mjög ólíkar kröfur og stuðning frá leiðbeinandanum. Flestir nemendur eru sammála um að æfingakennslan hefði átt að vera meiri partur af kennslunni okkar. Við fáum ekki nóg tækifæri til að læra af reynslunni. Að sjálfsögðu getum við ígrundað kennsluna okkar og náða að bæta sig fyrir næstu kennslu. Nemendur hafa oft fengið að komast upp með ákveðna hluti og hegðun og erfitt er að koma inn í hópinn á miðri önn og ætla að gera miklar breytingar á formi kennslunnar.
Leiðbeinendur hafa oft sterkar skoðanir á hvernig við erum að kenna og þær hugmyndir passa ekkert endilega við okkar starfskenningu eða persónuleika. Erfitt getur reynst að takast á við óvænta atburði og vert er að hafa í huga að þegar maður er að kenna hefur maður alveg rétt til að neyta nemendafélögum eða öðrum um að koma inn og trufla kennsluna ef maður metur það þannig að það sé ekki tími fyrir slíkt. Mér fannst líka áhugavert hversu miklar kröfur sumir leiðbeinendur voru að gera til nemenda í starfsnáminu. Til dæmis finnst mér ekki alveg ganga upp að ætlast til þess að við tökum okkur gríðarlegt vald í kennslustofunni um leið og við göngum inn. Þegar við komum inn í stofuna erum við að sjálfsögðu ekki orðin kennarinn í huga nemenda.
Allir voru sammála um að það hefði verið betra að hafa meiri tíma til að æfa okkur að kenna og minni tíma í áhorfið. Sumir leiðsagnakennarar hafa greinilega ekki lagt mikinn metnað í að leiðbeina og jafnvel verið afar dónalegir og dólgslegir. Margir höfðu upplifað að erfitt getur reynst að virkja nemendur og fá þá til að taka þátt í verkefnum og hvenær dagsins kennslan fer fram hefur greinilega áhrif á virkni nemenda.
6. Apríl lokakennslustund vetrarins
Í dag stóð til að ræða starfstengdar tilfinningasveiflur og starfstengda streitu. Einnig átti að líta um öxl og ræða starf vetrarins. Mikið hefu rgegnið á í fjölmiðlum vegna mála Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og ákvað Katrín því skyndilega að við myndum velta fyrir okkur hvernig best væri að takast á við ef nemendur vildu ræða slíkt ástand í kennslu. Við mynduðum litla hópa og ræddum málin. Raðað var í hópa þannig að við vorum úr ólíkum kennslugreinum. Spjallið var mjög áhugavert og þó að við höfum að sjálfsögðu séð málefnin með ólíkum augum eins og alltaf er vorðum við nokkuð sammála um hvernig við myndum taka á svona umræðu innan kennslustofunnar.
Lesefni dagsins var skemmtilegt og ég ehfði vel getað hugsað mér að verja tímanum frekar í það en þetta var svo sem ágætt líka.
Ég er búin að vera frekar mikið veik í vetur og þurfti að fara til læknis nokkrum mínótum áður en tímanum lauk svo það getur vel verið að ég hafi verið svo óheppin að missa af umræðu um lesefnið eða ferilmöppuna. Allt í allt fínn lokatími þar sem allir fengu að mínu mati tækifæri til að viðra sín sjónarmið og skoðanir.
Comments