Ritrýndar fræðigreinar
- Rín Samía Raiss
- Apr 7, 2016
- 15 min read

1. Grein
What is HRD? A definitional review and synthesis of the HRD Domain
Höfundar: Bob Hamlin og Jim Stewart
Birtist í : Journal of European Industrial Training, Vol. 35 N.o. 3, 2011
Ég ákvað að fjalla um eftirfarandi grein þrátt fyrir að hún snúist ekki beint um kennslu í stjórnun eða mannauðsstjórnun. Ástæðan er sú að þessi grein er orsök þess að ég ákvað að skrá mig í kennaranámið. Síðasta vetur var ég í kúrsinum Þróun mannauðs hjá Ingu Jónu Jónsdóttur sem hluta námsins í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands. Þar var þessi grein á leslista og mér fanst hún svo áhugaverð og þá aðallega þessi hugmynd um hvert þróun mannauðs er að stefna sem fræðigrein.
Hugmyndin um að leita uppi þekkingargöp og fylla þau er það sem ég sé sem grunn allrar kennslu og eftir lestur greinarinnar fór ég að velta símenntun mikið fyrir mér og hvernig starf myndi henta mér vel. Þá fór kennslan að koma sífellt oftar upp í huga mér þar sem að ég tel að til þess að vera góður kennari þurfi maður að vera mjög vakandi fyrir því sem er að gerast í sínu fagi. Þar sem að mannauðsstjórnun og þróun mannauðs eru frekar ungar fræðigreinar eins og komið er inn á í greininni held ég að það sé sérlega mikilvægt fyrir mig sem kennara. Ég geri mér grein fyrir því að mannauðsstjórnun er a.m.k. ekki enn kennd í menntaskólum en ég tel þó að svo verði mögulega í framtíðinni þar sem að fræðigreinin er í örum vexti og það hversu þverfagleg hún er gerir gagnsemi hennar þeimum meiri fyrir alla. Ég tel að lokum það sé mikilvægt að upplýsa fólk nánar um fræðasviðið og taka á þeim deilum sem hafa verið uppi um skilgreiningar sem mér finnst einstaklega vel gert í greininni.
Hvers vegna var greinin skrifuð ?
Kveikjan að rannsókninni sem fjallað er um í greininni var skortur á skýrleika varðandi hvað Human Resource Development eða Þróun Mannauðs er (hér eftir HRD) er og hvar mörk fræðigreinarinnar liggja. Að margra mati er mjög óljóst hvar mörkin á milli HRD (þróunar mannauðs) og annara skildra greina eins og HRM (mannauðsstjórnunar), OD (þróun skipulagsheilda) og Coaching (markþjálfunar) liggja. Þessi skortur á skýrleika og skilgreingum sem kom að mati höfunda bersýnilega í ljós á ráðstefnu sem þeir sóttu í Leeds í Bretlandi árið 2008. Á ráðstefnunni töldu ýmsir að skortur á sameiginlegum skilningi á hvað fælist í HRD kynni að standa í vegi fyrir því að kenningar væru settar fram og rannsóknir framkvæmdar innan sviðsins. Því má segja að höfundar hafi metið það sem svo að um þekkingargap væri að ræða sem stæði fræðigreininni hugsanlega fyrir þrifum með ýmsum hætti. Höfundar halda því fram að þörf sé á skýrum línum á milli ákveðinna fræðasviða þegar verið er að byggja upp kenningar á ákveðnu fræðasviði. Upphafspunktur slíkra rannsókna þarf að vera skýr sýn á fræðigreinina og það svið sem hún spannar. Um þetta þarf að ríkja víðtækur skilningur og sátt.
Afstaða höfunda til umrædds þekkingargaps varð því kveikjan að því að þeir réðust í skrif greinarinnar sem er svokölluð Definitional review.
Markmið greinarinnar
Segja má að grundvallarmarkmið greinarhöfunda sé að gera sitt til að fylla upp í það þekkingargap sem er til staðar innan fræðigreinarinnar. Mér fannst mjög áhugavert að höfundar velta upp spurningu sem kemur frá Jean Woodall um hvort HRD verði til sem fræðigrein eftir 5 til 10 ár. Það er a.m.k. ljóst að HRD hefur lifað lengur en svo þar sem Woodall leggur fram þessa spurningu í skrifum sínum um sviðið árið 2001. Það sem mér fannst ennfremur sérstaklega áhugavert var að greinarhöfundar virðast hafa áhyggjur af því að greinin eigi undir högg að sækja og njóti meðal annars ekki nægrar viðurkenningar frá þeim sem standa utan fræðasviðsins. Enn ríkir því óvissa um hvort HRD muni halda áfram að vera sérstakt fræðasvið aðskilið frá öðrum sviðum sérstaklega með tilliti til þess skorts sem ríkir á viðurkenningu frá fólki innan annara fræðasviða. Á meðan ekki er til staðar sameiginlegur skilningur og sátt um hvað HRD er og er ekki eða a.m.k. nánast sameiginlegur skilningur mun HRD halda áfram að vera tvírætt fræðasvið sem á undir högg að sækja. Sumir kjarnaþættir innan sviðsins eia því á hættu að verða innlimaðir inn í aðrar fræðigreinar.
Eðlilegt virðist að mínu mati að fræðigreinar séu í sífelldri þróun og geti tekið miklum breytingum yfir tíma. Ennfremur er HRD mjög ung fræðigrein svo eðlilegt hlýtur að vera að enn sé skortur á einingu um skilgreinigar. Með tímanum þróast greinin og fleiri og fleiri góðar rannsóknir koma fram sem smám saman varpa skýrara ljósi á vafaatriði og auka jafnframt skilning utanaðkomandi á tilgani og framlagi hennar til fræðanna.
Kenningarammi og fræðileg viðmið
Í þessari grein er ekki um eiginlegan fræðilegan kafla að ræða eins og oft er á eftir inngangi. Þess í stað eru fræðileg viðmið og tilvitnanir í fræðimenn sett fram í innganginum. Greinin spannar ákveðið yfirlit yfir hvernig fræðigreinin hefur verið skilgreind síðastliðin 40 ár í þríþættum tilgangi: í fyrsta lagi að varpa skýrara ljósi á eða a.m.k. aukinni meðvitund um hvað það er sem virðist vera sameiginlegur skilningur manna a hugtakinu HRD. Þetta er gert með því að skoða valdar skilgreiningar ákveðinna fræðimanna á hugtakinu HRD. Í öðru lagi er tilgangurinn að bera kennsl á sameiginlega þætti og það sem aðskilur á meðal ýmissa ferla og þess sem er ætlað að vera tilgangur HRD annars vegar og hins vegar annara fræðagreina sem hafa með þróun mannauðs og skipulagsheilda að gera.
Í þriðja lagi er tilgangurinn að leggja áherslu á það sem höfundar meta sem áskoranir og vanda fyrir þá sem leggja stund á HRD í starfi og rannsóknum. Þessi vandamál og áskoranir eiga rætur að rekja til þess hvar mörk HRD virðast liggja samanborið við mörk annara tengdra fræðisviða.
Hvaða aðferðum er beitt í rannsókninni?
Frá því um 1965 hefur HRD verið skilgreint með margvíslegum hætti, hvorutveggja innan Evrópu og Bandaríkjanna en illa hefur gengið að skilgreina HRD sem fræðigrein meðal annars vegna skorts á mörkum og breytum. Ennfremur vegna þess að erfitt er að reiða hendur á HRD þar sem skortur er á dýpt í reynslu sönnunargögnum (empirical evidence) og ringlandi vegna þess að að ruglingur er til staðar þegar kemur að ýmsum huglægum þáttum svo sem heimspeki, tilgangs, staðsettningar og tungutaks HRD. Í greininni gera höfundar grein fyrir eins konar yfirliti yfir skilgreinigar helstu fræðimanna á HRD hugtakinu. Ljóst er að mjög skiptar skoðanir eru á meðal þeirra um hvernig beri að skilgreina greinina og hve mikilvægt er að gera það yfirhöfuð.
Í greininni er skrif fræðimanna innan HRD skoðuð með kerfisbundnum hætti í þeim tilgangi að leita svara við tveimur rannsóknarspurningum.
R1: What is the current state of definitional understanding of the HRD domain eða í lauslegri þýðingu: Hver er núverandi skilningur á Þróun mannauðs sem fræðisviði samkvæmt skilgreiningum.
R2: How do the intended purposes and processes of the HRD campare with those of the closely related domains of organisational development (OD) and coaching ? eða í lauslegri þýðingu: Hvernig er ætlaður tilgangur og ferlar HRD samanborið við önnur náskyld fræðisvið svo sem þróun skipulagsheilda og markþjálfun ?
Til þess að leita svara við þessum rannsóknarspurningum var gögnum safnað saman úr áður útgefnum fræðilegum tímaritum á sviði þróunar mannauðs, markþjálfunar eða þróunar skipulagsheilda. Um var að ræða mikinn fjölda HRD skilgreininga ýmissa fræðimanna á tímabilinu 1965 til 2005. Fyrir valinu uðu svo 24 skilgreingar sem gerð er grein fyrir í greininni. Ætlaður tilgangur og ferli valinna skilgreiniga voru borin saman í þeim tilgangi að bera kennsl á sameiginlega þætti svo og það sem aðskildi skilgreiningarnar. Notast var við var opna kóðun sem fólst í greiningu á innihaldi og þema. Vinnan fór þannig fram að margir rannsakendur fóru í gegn um gögnin. Höfundarnir framkvæmdu svo sjálfstæðar greiningara á umræddum skilgreiningum til þess að greina eins og fyrr sagði sameiginlega þætti svo og það sem skyldi þær að. Niðurstöður þeirra voru svo bornar saman til að finna sameiginlega þætti og andstæður. Ef upp kom misræmi á milli höfundanna var það leyst með gagnrýninni skoðun og umræðum.
Hér á eftir tilgreini ég afar stuttlega þær kenningar sem vöktu áhuga minn og mér fannst vera hvað mest einkennandi fyrir þau ólíku sjónarmið sem eru innan sviðsins. Samkvæmt sumum fræðimönnum eins og Garavan er HRD ennþá niðurbútað og ófullgert, skortur er á fullkomnun og samfellu. Innan sviðsins eru gagnstæðar kenningar og módel með skýringum sem ósamræmi er í. Vegna þessara þátta er fræðigreinin opin fyrir mismunandi og óljósum túlkunum. Mankin segir hins vegar að taka beri því fagnandi hve óljós greinin er það sem að það verður til þess að hún sker sig úr. Fræðimennirni McLean og McLean halda því fram að þar sem lífið er óljóst sé óhjákvæmilegt að HRD sé það líka sem mér þótti afar áhugaverð nálgun.vHins vegar verður það að viðurkennast að sömu nálgun væri hægt að nota á flest allt. Lee sér aftur á móti mikla gagnsemi í því að skilgreina HRD og heldur því fram að sannfærandi heimspekilegar og fræðilegar forsendur séu fyrir þeirri skoðun sinni. Að hennar mati snýst greinin sem slík um stöðuga þróun og breytingar í eðli sínu.
Helstu niðurstöður greinarinanr og ígrundanir
Lykilniðurstaða rannsóknarinnar felst í því að HRD samanstendur af ferns konar kjarnatilgangi. Tveir eða fleiri af þeim eru svo sérstaklega eða óbeint innlimaðir í skilgreingar fræðimannanna. Ennfremur er ljóst að þrátt fyrir að menn séu engan veginn á einu máli um hvernig beri að skilgreina HRD er ljóst að margt er sameiginlegt með hinum ýmsu skilgreiningum. Ennfremur eru líkindin með HRD og markþjálfun það mikil að jafnvel má líta á það sem svo að um sameiginlegan tilgang sé að ræða. Að mati höfunda er við því að búast að áfram verði um rökræður og einingu í skilgreiningum að ræða á meðan skortur er á auknum reynslugögnum (empirical evidence).
Menning spilar einnig mikilvæga rullu ef svo má að orði komast þegar kemur að HRD skilgreingum. Því er erfitt að sammælast um eina skilgreiningu sem á við í öllum aðstæðum. Höfundar leggja til þá bráðabirgðaniðurstöðu að HRD feli í sér hvaða ferli eða verknað sem hjálpað er eða geri einstaklingi, hóp, skipulagsheild eða gestgjafa kerfis (host system) unnt að læra þróast eða breyta hegðun í þeim tilgangi að auka við eða efla færni, skilvirkni, frammistöðu og vöxt.
Framlag greinarinnar
Framlag greinarinnar felst til að mynda í því að stuðla að því að halda fræðilegri umræðu á lofti um tilgang og nytsemi HRD sem fræðasviðs. Ennfremur stuðla niðurstöður rannsóknarinnar að því að fylla upp í það gap sem er til staðar í þekkingu og sameiginlegum skilningi á fræðigreininni. Einnig má segja að greinin spari öðrum sem hafa áhuga á að kynnast fræðigreininni eins og til að mynda nemendum eins og mér mikla vinnu. Í stað þess að þurfa að leita í óteljandi fræðitímaritum og bókum að upplýsingum og skilgreiningum býður greinin upp á handhægt yfirlit yfir sögu HRD og skilgreingar þekktustu fræðimanna innan sviðsins. Er ekki viss um að hægt sé að segja að greinin fylli upp í þekkingargapið en hún gerir sitt til þess og smám saman fyllist það.
Þeir veikleikar sem að höfundar hafa orð á eru annars vegar að ekki var um greiningu á öllum HRD skilgreiningum að ræða. Einskorðuðu rannsakendur sig við þær skilgreiningar sem sérstaklega taka til HRD hjá einstaklingum, hópum eða skipulagsheildum. Hins vegar byggðist val höfunda á skilgreiningum á hefðbundum og fyrst og fremst vestrænum skilningi á HRD.
Lokaorð
Það sem mér fannst áhugaverðast við greinina var annars vegar hinar ólíku skoðanir HRD fræðimanna á því hvort skipulagsheildir eigi einungis að líta til eigin hagsmuna þegar kemur að skipulagi til að mynda náms starfsmanna eða hvort það eigi að vera aukaatriði og í stað þess að spá í hvort tilteknir þættir þjóni markmiðum skipulagsheildarinnar sé nægjanlegt að þeir séu einstaklingnum til hagsbóta og þar með samfélaginu í heild. Eins og ég sé þetta má líta á þetta meðal annars út frá hugmyndafræðinni um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.
Mér þótti greinin afskaplega áhugaverð og vakti hún mig til umhugsunar um mikilvægi skilgreiniga og þess að byggja traustari stoðir undir greinin fræðilega.
Það er mjög mikilvægt fyrir hverja skipulagsheild að hafa öflugan mannauð innanborðs og því er mikilvægt að hlúa að fólki með öflugri stefnu í þróun mannauðs sem studd er fræðilegum rökum.
2. Grein
Greinin birtist í Netlu – Veftímariti um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands þann 1. september árið 2010.
Höfundar: Guðrún Ragnarsdóttir, Ásrún Matthíasdóttir og Jón Friðrik Sigurðsson
Titill: Velferð kennara er lykillinn að öflugum framhaldsskóla. Rannsókn á starfsánægju og starfsumhverfi framhaldsskólakennara.
Ég valdi þessa grein til umfjöllunar vegna þess að ég hef mjög mikinn áhuga á starfsánægju og hef bjargfasta trú á því að það umhverfi sem við búum við á vinnustað hafi mikið um árangur í starfi að segja. Starfsárangur hvers og eins er svo aftur lykilstærð í velgengni hverrar skipulagsheildar. Í BS verkefni mínu við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands fjallaði ég um tengsl hvatningar og starfsánægju en það verkefni byggðist á lítilli eigindlegri rannsókn sem framkvæmd var á starfsánægju starfsmanna búsetukjarna á vegum Reykjavíkurborgar. Riggio (2003) var einmitt ein af mínum aðalheimildum við ritgerðarskrifin en höfundar greinarinnar vitna einmitt ýtrekað í skrif hans.
Í greininni er fjallað um niðurstöður megindlegrar rannsóknar sem framkvæmd var árið 2008. Svarhlutfallið var mjög gott eða 87%. Tilgangurinn var að afla upplýsinga um líðan og starfsumhverfi framhaldsskólakennara og viðhorf þeirra til kennarastarfsins. Markmiðið var einnig að safna saman upplýsingum sem nýta mætti til að bæta starfsumhverfi kennara, líðan þeirra og starfsánægju.
Leitað var svara við rannsóknarspurningunum:
Hvernig líður íslenskum framhaldsskólakennurum? Eru framhaldsskólakennarar ánægðir í starfi og hvaða þættir geta haft þar áhrif á? Hvaða þættir í framhaldsskólastarfinu valda framhaldsskólakennurum álagi? Hefur starfstengt álag áhrif á starfsánægju?
Samkvæmt greininni hafa erlendar jafnt og íslenskar rannsóknir sýnt fram á að starfstengd streita getur dregið úr starfsánægju og haft neikvæð áhrif á framleiðni. Bendir flest til þess að starfsánægja tengist ákveðnum þáttum svo sem góðri aðstöðu til að þroskast í starfi, að yfirmenn meti starfið að verðleikum auk ánægju með vinnuaðstöðu, og góðum starfsanda.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru mjög jákvæðar og sýndu þær meðal ananrs fram á að níu af hverjum tíu framhaldsskólakennurum leið vel andlega, félagslega og líkamlega í sínu starfi. Þeir sem mældust með litla starfsánægju töldu sjálfir að orsök þess kynni að liggja í óhófegu starfsálagi. Enn aðrir töldu að líkamsbeiting eða vinnustellingar kynnu að vera ástæðan. Hversu líkamlega erfitt eða auðvelt fólk upplifði starfið virtist þó ekki hafa bein áhrif á starfsánægju.
Eins og bent er á í greininni beinist kastljósið yfirleitt að því hvernig nemendum líður í skólanum en það er ekki síður mikilvægt að huga að því hvernig kennurum líður.
3. Grein
Undirbúningur framhaldsskólanemenda fyrir notkun ensku í háskólanámi
Ritrýnd grein birt 31. desember 201 4 í veftímaritinu Netlu
Höfundar eru Gerður Guðmundsdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir
Í greininni er fjallað um það misræmi sem er til staðar á milli opinberrar stefnu í kennslu í ensku og breyttrar stöðu ensku hér á landi. Ennfremur fjallar hún um viðhorf nemenda á framhaldsskólastigi til gagnsemi enskunáms og viðhorfum nemenda í Háskóla Íslands til eigin getu til að tileinka sér námsefni á ensku. Höfundar leggja áherslu á mikilvægi þess að meiri áhersla þurfi að vera á kennslu akademískrar ensku í menntaskólum landsins og jafnvel ætti slík enska heima á fjórða hæfniþrepi. Telja þeir að þörf sé á að greina á milli færni til að lesa bókmenntatexta annars vegar og fræðigreinar hinsvegar með skýrari hætti en nú tíðkast. Þjálfun nemenda í lestri á ensku þyrfti að vera markvissari til að þeir séu betur undirbúnir undir að tileinka sér fræðilega texta í Háskólanámi.
Í greininni er fjallað um rannsóknina Enska á Íslandi sem höfundar telja mjög yfirgripsmikla og að hún gefi skýra mynd af stöðu ensku á Íslandi og áhrifum á enskunám á öllum skólastigum. Rannsóknarverkefnið tók til fjölmargra þátta til að mynda viðhorfa svarenda til enskuáreita, enskufærni og viðhorfa nemenda til ensku á grunnskóla stigi, viðhorfa nemenda og annarra til enskukennslu á framhaldsskólastigi, viðhorfa til hæfni háskólanema til að tileinka sér lesefni á ensku og notkunar ensku í námi og starfi. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið á enska er mikið notuð í daglegu lífi á Íslandi. Íslendingar eru þó minna í að nota enskuna til tjáningar og hlusta, horfa eða lesa frekar á enskt efni. Því þarf ekki að koma á óvart að landinn taldi hæfni sína meiri í þáttum sem snúa að að skilningi frekar en notkun. Áhugavert er að almennt virðast Íslendingar halda að enskukunnátta þeirra sé betri en raun ber vitni. Góð færni í ensku er víða krafa í íslensku mennta- og atvinnulífi og til marks um það eru yfir 90% námsbóka á ensku. Samkvæmt rannsókninni er „ nýtt málumhverfi sé í mótun. Þetta nýja málumhverfi mun óhjákvæmilega hafa áhrif á þróun íslenskunnar, sjálfsmynd okkar, stefnu í enskukennslu og menntun enskukennara“ (Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir, 2012, bls. 15–17).
Nýjar aðstæður kalla á endurskoðun á menntastefnu og enskukennslu að mati höfunda til að bregðast við þeim væntingum sem gerðar eru til ungs fólks hvort heldur sem það fer í Háskóla eða út á vinnumarkaðinn. Ljóst er að kröfurnar til færni í ensku hafa aukist samhliða aukinni enskunotkun. Sú staðreynd blasir hins vegar einnig við að sá hópur sem stundar háskólanám er fjölbreyttari nú en áður og gert er ráð fyrir að um 74% þeirra sem nú stunda nám á framhaldsskólastigi muni á einhverjum tímapunkti í lífi sína fara í Háskóla. Háskólar á Íslandi standa frammi fyrir miklum þrýstingi til að auka námsframboð á ensku líkt og aðrir Háskólar sem standa utan hinna engilsaxnesku málsvæða.
Í greininni er gerður skýr greinamunur á milli akademískrar ensku og þeirrar ensku sem kennd er í framhaldsskólum og er mjög bókmenntamiðuðu. Segja má að hinar mismunandi tegundir texta sem notaðar eru á háskólastiginu eigi það sameiginlegt að vera mun flóknari og formlegri en sú enska sem nemendur eru vanir að kljást við í framhaldsskólum landsins. Til þess að nemendur ráði vel við akademískt nám þurfa þeir að fá undirbúning, þjálfun og kennslu í lestri fræðilegs texta á ensku. Áhugavert er að samkvæmt rannsókn Birnu Arnbjörnsdóttur og Hafdísar Ingvarsdóttur töldu einungis 76% sig vera vel undirbúna undir að lesa námsefni á ensku og 59% aðspurðra töldu að námsefni á ensku yki vinnuálag og vandræði í náminu. Höfundar velta jafnframt upp þeirri spurningu hvort að nemendur reiði sig um of á fyrirlestra og glósur í stað námsbókalesturs en þeir telja námsbókalestur erfiðan, tímafrekan og eiga í erfiðleikum með að skilja efnið. Í greininni er jafnframt sagt frá rannsókn á áherslum á akademíska ensku í tveimur aðalnámskrám fyrir framhaldsskóla og í fjórum skólanámskrám. Kemur meðal annars fram að þriðja hæfniþrep skapar svigrúm fyrir meiri margbreytileika en víða eru áfangarnir Enska 603, 703 og 803 ekki lengur í boði. Áherslurnar sem eru á þriðja þrepi eru þó ekki að gera ráð fyrir því að nemendur séu sérstaklega þjálfaðir í akademískri ensku. Til að auka flækjustigið enn frekar er svo ekki lengur samræmi í áfangaheitum á milli skóla. Sumir skólar bjóða upp á áfanga þar sem lögð er áhersla á kennslu fagorða og er þeim áfanga í Menntaskólanum við Hamrahlíð ætlað að vera undirbúningur fyrir háskólanám. Þó má draga í efa að einn slíkur eða sambærilegur áfangi sé fullnægjandi undirbúningur. Niðurstöðuna í heild má draga saman á þann hátt að námskrár í heild hafa aðeins að litlu leyti gert ráð fyrir markvissum undirbúningi í akademískri ensku. Áhugavert er einnig að samkvæmt núgildandi námskrá eru áfangar sem eru sambærilegir við Ensku 303 og áfanga þar fyrir ofan allir á þriðja hæfniþrepi, C1. Þetta þýðir að í stórum skólum stendur nemendum til boða að taka marga valáfanga í ensku sem allir eru þó svipað þungir. Þar sem að ekki er lengur boðið upp á hæðstu áfangana í ensku í flestum skólum má gera ráð fyrir því að frekar sé verið að miða að breydd en dýpt í áföngunum.Þrátt fyrir að meirihluti nemenda telji enskukunnáttu sína góða virðist reyndin ekki vera sú og margir eiga erfitt með að standa undir því að tileinka sér texta á akademískri ensku á Háskólastigi. Nauðsynlegt er fyrir nemendur að útskrifast bæði með góða færni í ensku og eigin tungumáli og þeir sem rétt skríða í gegn um stúdentsprófið eru líklegir til að mæta verulegum hindrunum í framhaldsnámi. Enska er líka vinnumál í mörgum fyrirtækjum og víða er nauðsynlegt að hafa góða enskukunnáttu þrátt fyrir að maður sé ekki að sinna starfi sem krefst enskukunnáttu.
Ég kaus að fjalla um þessa grein vegna þess að ég hef haft töluverðar áhyggjur af því hversu vel nemendur eru undirbúnir undir háskólanám þegar kemur að enskukunnáttu eftir starfsnámið í vetur. Ég hef til að mynda aldrei orðið vör við að nemendur séu að lesa fræðigreinar á ensku og virðist engin krafa vera til þess að nemendur innan viðskiptafræðideildarinnar í MK tileinki sér akademískan enskan orðaforða innan fagsins. Ég myndi gjarnan vilja sjá að meiri kröfur yrðu gerðar til þess að nemendur tileinki sér akademíska enskukunnáttu í menntaskóla til að draga úr því sjokki sem margir verða óneytanlega fyrir þegar þeir byrja í háskólanámi og átta sig á þeim mikla mun á kröfum sem gerðar eru.
4. Grein Titill greinar: „… rosa mikilvægt, því þið eruð að gefa ykkur tíma í að tala við okkur“
Vörðuvika – Tilraun til leiðsagnarmats Höfundar: Ívar Rafn Jónsson og Birgir Jónsson.
Birtist í Netlu þann 14. apríl 2015.
Í greininni segja höfundarnir sem eru sálfræðikennari og sögukennari frá aðferð sem þeir þróuðu í sameiningu til að bæta leiðsagnarmat í áföngum sem þeir kenna við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ (hér eftir FMOS). Markmið verkefnisins var að auka samtal á milli nemenda og kennara með svokölluðum vörðuviku. Í vörðuvikum stendur nemendum til boða að koma í viðtal til kennara þar sem nemandi og kennari fá tækifæri til að ræða um stöðu nemandans í náminu og móta hugmyndir um framhaldið. Til að meta hvernig til tókst með vörðuvikurnar tóku höfundar rýniviðtal við hóp nemenda um upplifun þeirra af verkefninu og komu þeir einnig með hugmyndir um hvernig þróa mætti aðferðina frekar. Lýst er hvernig staðið var að skipulagningu og framkvæmd verkefnisins auk þess sem helstu niðurstöður úr rýnihópaviðtölunum er reifaðar. Vellt er upp spurningum um gildi einkunna og hvort kennarar gefi sér þann tíma sem þarf til að ræða við nemendur sína um nám þeirra. FMOS hefur starfað síðan 2009 og hefur þar verið þróað námsmat byggt á leiðsagnarmati til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru í námskrá um gæði námsmats.
Markmið leiðsagnarmatsins er meðal annars að gera nemendur meðvitaða um eigið nám og að þeir axli sjálfir ábyrgð á sínu námi. Leitast er við að umhverfið endurspegli sameiginlega trú á að árangur náist og sameiginlegt markmið nemenda og kennara er betri árangur. Í leiðsagnarmatinu er með markvissum hætti notast við sjálfsmat og jafningjamat. Nemendur fá umsagnir frá kennurum um verkefni sín sem eru þeim svo einskonar leiðarvísir að áframhaldandi vinnu í áfanganum. Verkefnin sem nemendur vinna eru af ýmsum toga og fá nemendur svo munnlegar eða skriflega umsagnir um vinnu sína.
Mikilvægt er að líta ekki svo á að kennarinn sé bara að koma skilaboððum til nemandans um hvernig hann er að standa sig þegar leiðsagnarmat fer fram. Kennurum getur hætt til þess að gera það en mjög mikilvægt er að um gagnkvæmt upplýsingaaflæði sé að ræða á milli nemenda og kennara. Í viðtölunum fær nemandinn tækifæri til að kynna sjálfan sig nánar fyrir kennurunum og þannig geta kennarar mótað kennsluna með hliðsjón af þeirri þekkingu sem verður til.Samtalið skiptir miklu máli fyrir nemendur og kennarar upplifa það einnig á jákvæðan hátt og líta á það sem tækifæri til að nálagst nemendur enn frekar. Þannig er Vörðuvikan ein möguleg leið til að nálgast nemendur, kynnast þeim og þeirra námsupplifun. Með slíkum gagnkvæmum skilningi geta kennarar stutt enn betur við námið og traust á milli kennara og nemanda. Nemendur leggja mikið upp úr samtalinu og kennarar mættu hafa það meira í huga að mati höfuna að eiga virkt og víxlverkandi samtal og samband við nemendur sína.
Mér fannst greinin mjög áhugaverð vegna þess að ég hef mjög mikinn áhuga á mannlegum samskiptum og hvernig maður getur sem kennari myndað uppbyggilegt samband við nemendur sína. Þrátt fyrir að alltaf sé ákveðinn aðstöðumunur á milli nemanda og kennara tel ég að það sé afar mikilvægt að tala við nemendur í stað þess að mata þá bara á staðreyndum og upplýsingum. Með því að ræða málin heyrir maður sjónarhorn nemenda og getur betur brugðist við væntingum þeirra og þörfum. Ég held að almennt innan skólakerfisins sé einblýnt og mikið á einkunnir og að nemendur ættu að axla meiri ábyrgð í náminu en einnig að fá að hafa meira um það að segja. Ég væri sjálf spennt fyrir ða nýta mér leiðsagnarmat í kennslu og vona að ég fái einhvern tímann tækifæri til þess.
Comments